Tix.is

Um viðburðinn

Kvikmyndasýning í Bíó Paradís

Skoski myndlistarmaðurinn Douglas Gordon (f. 1966) er einn af þekktari myndlistarmönnum samtímans.

Kvikmynd Gordon, I Had Nowhere to Go (2016) er persónuleg heimildamynd og óður til litháísk-bandaríska kvikmyndabrautryðjandans Jonas Mekas (1922 - 2019) og byggir á samnefndum æviminningum Mekas en verk hans voru í lykilhlutverki á RIFF - Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík árið 2018. Kvikmyndin er 97 mínútna löng, borin uppi af brothættri rödd hins aldna listamanns sem les minningabrot sín frá Litháen í hryllingi seinni heimsstyrjaldarinnar og flótta vestur um haf. Hljóðmyndin drífur verkið áfram; myrkrið, sem ræður ríkjum langstærstan hluta, af og til rofið með myndskeiðum sem mynda órætt mótvægi við minningabrot Mekas. Þótt myrkrið sé ráðandi á tjaldinu hefur Gordon lagt áherslu á að sjónmál kvikmyndarinnar sé engu að síður ríkulegt, myndirnar birtist einfaldlega í hugskoti þess sem hlustar, horfir og skynjar.

Myndatexti : Jonas Mekas, stillur úr : I Had Nowhere to Go eftir Douglas Gordon