Tix.is

Um viðburðinn

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran og Edda Erlendsdóttir píanóleikari flytja fjölbreytta og fallega dagskrá á hádegistónleikum í Hannesarholti sunnudaginn 29.september kl.12.15.

Tónleikadagskráin ber yfirskriftina Raddir í Loftinu sem er einnig titill ljóðaflokks eftir Sigurð Pálsson, en John Speight hefur samið söngflokk við valin ljóð úr þessum flokki og nefnist Gættu þín á sofandi vatni.  Flokkurinn sem saminn var fyrir Sigríði Ósk verður frumfluttur á tónleikunum.

Leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir flytur ljóð Sigurðar Pálssonar ásamt þýðingum á ljóðum erlendu söngvanna.

Tónleikadagskráin fjallar um röddina í víðtækum skilningi; rödd sem tjáir tifinningar, segir sögur, rödd sem talar til okkar, rödd viskunnar, rödd heimsins, rödd Guðs. Röddin talar frá mismunandi tímum og mismunandi löndum. Söngvarnir eru frá Íslandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi, ásamt seiðandi fornum Gyðingasöngvum. Verkin eru eftir tónskáldin Hahn, Ravel, Rauter og John Speight.

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði.

Veitingasala Hannesarholts er opin frá 11.30 til 17.00