Tix.is

Um viðburðinn

Laugardagskvöldið 12.október nk. mun Krummi Björgvinsson koma fram í Djúpinu við Hafnarstræti ásamt þeim Bjarna M. Sigurðarsyni og Gauki en lagahöfundarnir Daníel Hjálmtýsson og Kalli sjá um að kynda húsið áður en Krummi stígur á svið í kjallaranum. 

Sannlega má segja að hér séu á ferð þrjár af fegurstu röddum landsins en Krummi, Daníel og Kalli vinna nú allir að sólóefni þar sem lagt er upp með þjóðlagatónlist með skírskotun til útlagakántrís og hippatónlistar 6. og 7.áratugarins meðal annars. Allir flytja þeir frumsamið efni á tónleikunum en það er aldrei að vita nema þeir hristi sig saman í eitthvað uppáhalds.

Krummi trónir nú á toppi Vinsældarlista Rásar 2 með fyrstu smáskífu sína "Stories To Tell" og er fleiri laga að vænta á næstunni. 

Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og hefst miðasala á www.tix.is föstudaginn 20.september nk. kl. 10.00
Miðaverð í forsölu 2.500 krónur og 3.000 krónur við hurð 

ÖRFÁIR MIÐAR Í BOÐI
Hægt er að snæða kvöldverð á undan tónleikum og fara borðapantanir fram í gegnum s. 551-3340