Tix.is

Um viðburðinn

Sönghópurinn Cantoque Ensemble og Barokkbandið Brák leiða saman hesta sína hér í fyrsta sinn til að flytja íslenskum áheyrendum vandaðan upprunaflutning á Jóhannesarpassíu eftir J.S.Bach á lifandi og innblásinn hátt.

Barokkbandið Brák er skipað hópi hljóðfæraleikara sem hefur sérhæft sig að hluta til í upprunaspilamennsku í námi erlendis og vill nýta þessa þekkingu sína til tónleikahalds og verkefna á Íslandi. Elfa Rún Kristinsdóttir er listrænn stjórnandi og leiðari bandsins en hún er margverðlaunaður fiðluleikari og hefur komið fram á tónleikasviðum um heim allan. Brák hefur verið starfrækt frá árinu 2014 og hefur hlotið alls þrjár tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna frá stofnun bandsins.

Cantoque Ensemble er sönghópur stofnaður árið 2017, með það að markmiði að flytja tónlist barokktímans í samstarfi við íslenskar og erlendar barokksveitir. Í hópnum eru margir af þekktustu söngvurum Íslands sem hafa sérhæft sig í flutningi barokktónlistar. Cantoque Ensemble hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir fyrsta verkefni sitt, Purcell in a Northen Light árið 2017.

Verkefnið er í samstarfi við Listafélag Langholtskirkju og Óperudaga í Reykjavík.