Tix.is

Um viðburðinn

FAR Fest Afríka Reykjavík er tónlistar og menningar hátíð sem haldin er ár hvert í byrjun Október í Reykjavíkurborg.
Þar er lögð áhersla á að kynna afríska tónlist, dans og menningu fyrir íslensku samfélagi. Afríka er stór álfa með mörgum þjóðum þó það gleymist stundum í hinni stöðluðu ímynd sem fólk hefur af Afríku, og FAr gefur afrískum-Íslendingum (af ýmsum þjóðlegum uppruna) stað og stund til að njóta eigin menningar og deila henni með íslenskum vinum og samferðafólki og svo hvert öðru. FAR Fest Afríka Reykjavík leggur einnig áherslu á norrænt samstarf tónlistarfólks og tónlistar- og danskennara sem tekur þar með þátt í mennta-, lista- og menningarlegri þróun, í gegnum samvinnu, að deila hugmyndum og þekkingu og veita hvert öðruinnblástur.
FAR Fest Afríka Reykjavík er í samvinnu við leik- og grunnskóla, kennaradeildir á sviði listkennslu og eldri borgara. FAR Fest Afríka Reykjavík heldur núna upp á 10 ára afmælið sitt. 

Hljómsveitir sem koma fram eru:

 Una stef & the sp74 frá íslandi/
https://www.youtube.com/watch?v=9--QRIerGmI&list=RDEMRVBvR31SuEwcJRyxbo7vNw&start_radio=1

  Djeli Moussa Condé og hljómsveit frá Guineu/
  https://www.youtube.com/watch?v=gftqRdIjj6o

www.farfestafrika.net

Hlökkum til að sjá ykkur!