Tix.is

Um viðburðinn

Haustboðinn ljúfi en einnig hrjúfi, Reykjavík Kabarett, breiðir úr fjaðurvængjum sínum, pússar töfrabrögðin og baðar sig í freyðivíni með lækkandi sól. Reykjavík Kabarett er flaggskipið í vaxandi hliðarsviðslistasenu Reykjavíkur. Kabarettfjölskyldan býður upp á fágaða fullorðinsskemmtun þar sem húmor og hold eru í fyrirrúmi, leynigestir láta á sér kræla og ný og fersk atriði ráða ríkjum. Við minnum á að sýningin er bönnuð innan 18 ára og að hún hentar ekki þeim sem sem óttast undir mannslíkamans.
Búðu þig undir sprenghlægilegt og öðruvísi fullorðinskvöld.


Aldurstakmark: 18 ára