Tix.is

Um viðburðinn

Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar: sönghefðinni og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks. Sunnudaginn 24.nóvember kl.14 er það enginn annar en sjálfur Ómar Ragnarsson sem leiðir söngstundina og rifjar upp með gestum gamlar og nýjar vísur úr smiðju sinni.

Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 krónur inn, eins og venja er til. Textar á tjaldi og allir taka undir með sínu nefi í klukkustund. Syngjum saman er alla jafna tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina. Allir velkomnir.

Veitingastaðurinn í Hannesarholti er opinn frá kl.11.30 til 17 og risloftið stendur til boða allan daginn.