Tix.is

Um viðburðinn

Hvað gerir önnum kafin, einhleyp nútímakona þegar hún fær brjóstakrabbamein í jólagjöf? Segir brandara! Ingibjörg Rósa ber enga virðingu fyrir krabbameini og frumsýndi uppistandssýninguna Sense of Tumour á Edinburgh Fringe Festival í ágúst, þegar hún hafði nýlokið lyfja- og geislameðferð. Nú kemur hún í heimsókn til Íslands með skallann og sýninguna til að leyfa löndum sínum að hlæja að öllu frá hármissi til klaufalegs kynlífs krabbameinsgreindrar konu. Sýningin fer fram á ensku, allur ágóði rennur til Neyðarsjóðs Krafts, til minningar um Ingveldi Geirsdóttur, blaðakonu. Neyðarsjóðurinn styrkir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og lendir í fjárhagsvanda vegna veikinda sinna.