Tix.is

Um viðburðinn

Ingimundur (Ingvar E. Sigurðsson) er lögreglustjóri sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást.

Leikstjórinn Hlynur Pálmason færir okkur hér aðra kvikmynd sína í fullri lengd, Hvítur, hvítur dagur, en myndin var heimsfrumsýnd á gagnrýnendavikunni í Cannes 2019 þar sem Ingvar E. Sigurðsson hlaut Rising Star-verðlaunin, sem veitt eru af Louis Roederer Foundation. Myndin hefur nú þegar hlotið einróma lof gagnrýnenda og sópað til sín fleiri verðlaunum - ásamt því að vera komin í forval fyrir Evrópsku Kvikmyndaverðlaunin 2019 og einnig hefur hún hlotið tilnefningu sem framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019.

Hlynur er ekki alls ókunnugur verðlaunum og lofi en fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Vetrarbræður (Vinterbrødre) (2017), átti mikilli velgengni að fagna og hlaut yfir 30 alþjóðleg verðlaun - en sú mynd var einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018.

Frumsýnd 6. september í Bíó Paradís - sýnd með íslensku tali og enskum texta!

  • Athugið að árskort, klippikort, frímiðar gilda ekki á þessar sýningar!

“Visually arresting and emotionally rewarding.” -Screen International
“Pálmason engages in storytelling that’s both powerful and freshly thought-out.” -The Hollywood Reporter
“A tale of spellbinding and perturbing beauty. New film only adds more evidence to the director’s talent." -MUBI