Tix.is

Um viðburðinn

Komdu og láttu heillast í Hörpu!

Jólatónleikar Siggu Beinteins verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 6. og 7. desember nk. Þetta verða tíundu jólatónleikar Siggu á ferlinum og í ár verður öllu tjaldað til.

Sigga fyllir hjörtu tónleikagesta af gleði og kærleika mitt í jólaamstrinu með sinni fallegu rödd, gríni og glensi, einlægni og dillandi hlátri.

Í 10 ár hefur Sigga sungið inn jólin fyrir fullu húsi gesta og í ár ætlar hún að eiga ógleymanlega stund með gestum Eldborgar, en kvöldin hafa verið sem töfrum líkust og stemningin sem myndast í salnum lætur engan ósnortinn, enda lagavalið sambland af klassískum jólalögum, hressum poppjólalögum og mögnuðum ballöðum sem spila á allan tilfinningaskala tónleikagesta.

Umgjörðin utan um tónleikana er einkar vegleg þar sem falleg sviðsmynd og glæsileg grafík ásamt ljósaspili og mögnuðum gestum spila stóran þátt í að gera tónleikana bæði hlýlega, hátíðlega og afar eftirminnilega.

Með Siggu koma fram góðir gestir ásamt landsliði tónlistarmanna og tónninn sem gefinn er er einlægur og hlýr - eins og Sigga sjálf.

Sérstakir gestir
Garðar Thor Cortes
Greta Salome
Selma Björnsdóttir
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlakórinn Fóstbræður

Hljómsveitarstjóri
Karl Olgeirsson

Hljóðfæraleikarar
Benedikt Brynleifsson á trommur
Friðrik Karlsson á gítar
Karl Olgeirsson á pianó / hljómborð
Róbert Þórhallsson á bassa
Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð
Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar

Bakraddir
Heiða Ólafsdóttir, Íris Hólm og Gísli Magna Sigríðarson 

Fylgstu með Siggu

facebook.com/siggabeinteins.is
youtube.com/user/siggabeinteins
www.siggabeinteins.is/