Tix.is

Um viðburðinn

Bylting í stjórnun! 2019

Frelsi starfsfólks er framtíðin

Ráðstefna í samvinnu Manino og Viðskiptaráðs Íslands um nútíma stjórnunaraðferðir og hvernig vinnustaðir geta innleitt frelsi á vinnustað með því að efla starfsfólk og búa til vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsfólks.

Heimsþekktir fyrirlesarar og fyrirtækjastjórnendur munu deila reynslu sinni og sögum um það hvernig þróa má starfsfólk á jákvæðan hátt til að ná afburða árangri og búa til betri vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini.

Dagskrá ráðstefnunnar

13.00-13:30 Freedom at work – Traci Fenton 
13:30-14:15 Willful blindness – Margaret Heffernan 
14:15-14:30 Use the force – Pétur Hafsteinsson fjármálastjóri Festi
14:30-15:00 Kaffihlé
15:00-15:30 Freedom-Centered Leadership – Traci Fenton 
15:30-16:30 It’s all about the people – Garry Ridge 
16:30-16:50 Bylting í stjórnun! verðlaunin 2019 – Ásta Sigríður Fjeldsted Viðskiptaráð Íslands 
16:50-17:00 Samantekt ráðstefnunnar - Maríanna Magnúsdóttir, umbreytingaþjálfari MANINO
17:00-17:45 Kokteill

Ráðstefnan er haldin í Norðurljósasal Hörpu fimmtudaginn 26. september og fundarstjóri er Maríanna Magnúsdóttir.
Miðaverð er 23.900kr. og hópar 5-10 manns fá 10% afslátt og hópar stærri en 10 manns fá 15% afslátt.

Frekari upplýsingar á www.manino.is og hægt er að senda fyrirspurnir á events@manino.is.

Traci Fenton er stofnandi og eigandi WorldBlu sem hjálpar fyrirtækjum í yfir 80 löndum að innleiða stjórnunaraðferðir sem einblína á að skapa umhverfi þar sem fólk hefur frelsi til athafna. Tilgangur WorldBlu er: To transform humanity to lead the world with Freedom at Work™. Traci hefur unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum heims og forstjórum þeirra sjá https://www.worldblu.com/tribeblu.

Traci verður með tvær vinnustofur samhliða ráðstefnunni, sú fyrri er Fearless mindset sem haldin er 26. september frá 9:00-12:00 og sú seinni er Fearless purpose sem haldin er 27. september frá 9:00-12:00. Skráning og nánari upplýsingar á www.manino.is og events@manino.is.

Gary Ridge er forstjóri fyrirtækisins WD40 en flestir þekkja WD40 spreyið sem hægt er að nota í næstum hvað sem er! Gary og WD40 eru þekkt fyrir að nota nýstárlegar stjórnunaraðferðir til að ná framúrskarandi árangri.

Margaret Heffernan er frumkvöðull og virtur fyrirlesari. Hún hefur skrifað fjölda bóka um nýstárlegar stjórnunaraðferðir eins og t.d. Wilful Blindness, Beyond Measure (the big impact of small changes) og A bigger prize (why no one wins unless everybody wins).