Tix.is

Um viðburðinn

Einstaklega falleg og skemmtileg brúðusýning fyrir alla fjölskylduna, byggð á þjóðsögunni um skessuna Gilitrutt.

Sagan segir frá bóndakonunni Freyju sem er löt til verka og lendir í klónum á Gilitrutt fyrir vikið, en lærir af þeim samskiptum að rækja skyldur sínar og taka ábyrgð á eigin gjörðum.

Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik segir að þessi sýning sé ástaróður sinn til Íslands. Hlýhugur hans til landsins birtist meðal annars í natni við gerð hinnar fallegu leikmyndar, sem er unnin úr þæfðri ull, og brúðunum, sem eru tálgaðar úr íslensku birki. Sýningin er mikið sjónarspil og ber listfengi Bernds fagurt vitni.

Gilitrutt hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins 2011.