Tix.is

Um viðburðinn

SKÖPUNARKRAFTUR, viðkvæmni, umhyggja. Vald, refsileysi, pyntingar.


Sameinuðu þjóðirnar skilgreina pyntingar sem sérhvern verknað þar sem fólk er gagngert beitt sársaukafullu andlegu eða líkamlegu ofbeldi í þeim tilgangi að fá frá viðkomandi eða þriðja aðila upplýsingar eða játningu til að refsa, hræða eða þvinga. Opinber embættismaður eða annar opinber aðili veldur eða veitir samþykki sitt fyrir því að sársaukanum eða þjáningunni sé valdið.


Kýrin sem hlær leggur áherslu á kunnáttu og vilja mannsins til pyntinga, út frá valdastöðu eða með stuðningi valdhafa. En mannskepnan getur líka grætt sár og í verkinu er viljinn til eyðileggingar borinn saman við viljann til að skapa.



Verkið teflir fram andstæðum heimum: misnotkun og dauða á móti fallvelti og sköpunargáfu.


Leikhópurinn COMPAÑÍA PATRICIA PARDO var stofnaður af sviðslistamanninum og leikstjóranum Patricia Pardo. Hópurinn beitir fjölbreyttum aðferðum en vinna aðalega með trúðaleikhús, lifandi tónlistarflutninga, einleiksformið og loftfimleika. Sviðsverk þeirra eru fjalla yfirleitt um breyskleika mannsins og mótsagnir. Hópurinn hefur sýnt víða, bæði í Ameríku og Evrópu. Árið 2016 kom hópurinn til Íslands og sýndi sirkús- og leiksýninguna Bardagarassar í Tjarnarbíói, við góðar undirtektir.