Tix.is

Um viðburðinn

Komið þér sælar.

ARG viðburðir kynna með stolti:

JÓN JÓNSSON OG FRIÐRIK DÓR Í KAUPMANNAHÖFN.

Tveir allra vinsælustu tónlistarmenn (og bræður) Íslands eru á leiðinni til Kaupmannahafnar!

Taktu fimmtudagskvöldið 10. október STRAX frá því þá munu þeir bræður spila á tónleikum á Nordatlantens Brygge sem staðsett er á Strandgade 91, 1401 København.

Jón og Frikki hafa um árabil verið afkastamiklir og eftirsóttir tónlistarmenn á Íslandinu góða og lofa mikilli skemmtun.

Húmorin er aldrei langt undan hjá þeim og má því einnig búast við léttleika og hláturssköllum á milli laga hjá þeim.

ATH mjög takmarkað magn miða verður í boði og EKKI verður hægt að halda auka tónleika.

Uppselt hefur verið á þessa tónleika síðustu ár.

Við myndum hata að hafa þig ekki hér á þessum tónleikum...