Tix.is

Um viðburðinn

Jólatónleikar 8. desember 2019

Efnisskrá:
Domenico Gallo: Tríósónata nr. 1 í G dúr
Giovanni Battista Pergolesi: Fiðlukonsert
Locatelli: Concerti XI a quattro í c moll
HLÉ
Veracini: Forleikur í Bb dúr
Vivaldi: Sellókonsert RV 415 í G dúr
Marcello: La Cetra no. 2 í E dúr

Árlegir jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur eru með hátíðlegum hljóm. Ítölsk barokktónlist verður flutt og perlur eftir Domenico Gallo, Antonio Vivaldi, Marcello, Pergolesi, Locatelli og Veracini munu einnig heyrast á tónleikunum. Einleikarar í ár verða hinar ungu Steiney Sigurðardóttir sem tekið hefur við stöðu annars leiðara í sellódeild SÍ og Laufey Jensdóttir fiðluleikari sem leikið hefur með Kammersveitinni og SÍ um árabil. Glæsihallir í Flórens, Napólí og Feneyjum verða sóttar heim og fjölbreytt efnisskráin býður uppá bjartan sellókonsert eftir Vivaldi, fagurlega skreyttan fiðlukonsert Pergolesi, glæsilega konserta Locatelli og Alessandro Marcello og innhverfa en heimsfræga tríósónötu Domenico Gallo, verk sem Stravinsky notaði í ballett sínum Pulcinella.