Tix.is

Um viðburðinn

Tveir Frakkar og Schumann

Efnisskrá:
Jacques Ibert (1890-1962): Trois Pièces brèves fyrir blásarakvintett
Poulenc (1899-1963): Sextet fyrir flautu, óbó, klarinett, fagott, horn og píanó
Hlé
R. Schumann (1810-1056):  Kvintett fyrir strengjakvartett og píanó

Kammersveit Reykjavíkur hefur starfsárið 2019–2020 með flutningi á Píanókvintett Schumanns, einu dáðasta kammerverki tónskáldsins.

Verkið er stórbrotið í forminu og skartar flóknum kontrapunkti þar sem stef mismunandi kafla bráðna saman í eina heild. Tónmál kvintettsins er víðfemt. Átakamiklir hlutar tónlistarinnar annars vegar í andstæðu við innilegar, þokkafullar laglínur hins vegar magna upp spennu sem á sér engan líka í kammerbókmenntum rómantíska tímabilsins.

Gáskafullur Sextett Poulencs, sem er eitt vinsælasta verkið fyrir blásara og píanó verður einnig á efnisskrá ásamt blásarakvintettinum Trois pièces brèves (Þrjú stutt verk) eftir Ibert.

Í Sextettinum hljómar djassaður galsi sem gæti hafa sprottið upp á kaffihúsum og börum Parísar. Inn á milli eru ómótstæðilegar laglínur sem eru dæmigerðar fyrir Poulenc. Eftirtektarvert er hversu vel hann skrifar fyrir hljóðfærin og hversu mörgum ólíkum litbrigðum hann hann nær að töfra fram með þessari hljóðfærasamsetningu.