Tix.is

Um viðburðinn

 Föstudaginn 30. Ágúst verður Babies flokkurinn með enn eina negluna í Gamla Bíó. Babies böllin eru fyrir löngu orðin algjör klassík og svo mikið er víst að allir skemmta sér konunglega þar. Í þetta skipti verður boðið uppá sannkallað danshlaðborð en kvöldið byrjar á hinni óviðjafnanlegu Unu Stef sem ásamt sinni frábæru hljómsveit mun sjá um að koma öllum í rétta fílinginn fyrir kvöldið.

Í kjölfarið stígur Babies flokkurinn á svið og leikur undir með háttvirtum heiðursgestum sínum áður en þeir ljúka kvöldinu á klassísku Babies balli.

Heiðursgestir þeirra verða ekki af verri endanum í þetta skiptið, en það er hvorki meira né minna en besti diskódúett alla tíma, Þú og ég með Jóhann Helgason og Helgu Möller í fararbroddi. Þú og ég eiga allir landsmenn að þekkja, enda með tímalausa slagara á borð við: Í Reykjavíkurborg, Dans,dans,dans, Í útileigu, Hið ljúfa líf og Villi og Lúlla til að nefna eitthvað. Auk þess verður snert á sólóferlum þeirra beggja, enda af nægu að taka.

Húsið opnar kl.21:00

Miðaverð í forsölu á tix.is 3.500.- / 3.900 við hurð