Tix.is

Um viðburðinn

Í tilefni Gleðigöngunnar 17. ágúst verður blásið í alla lúðrana í Gamla Bíó þegar GRL PWR, JóiPé x Króli og Úlfur Úlfur koma fram ásamt leynigesti.

Strákarnir í Úlfur Úlfur ættu að vera flestu tónlistar- og partyáhugafólki kunnugir en þeir hafa verið afar fyrirferðarmiklir í tónlistarsenunni frá því að platan þeirra Tvær plánetur kom út árið 2015. Árið 2017 kom út platan Hefnið okkar sem fékk einróma lof gagnrýnenda. Lög á borð við Tarantúlur, Brennum allt, Geimvera & Bróðir fá eflaust að njóta sín í Gamla bíó ásamt þeirra nýjasta lagi ‘Hraði’ sem kom út í vor. Það eru fáir með tærnar þar sem úlfarnir hafa hælana þegar kemur að almennilegu partýi!

GRL PWR komu eins og stormsveipur í íslenska tónlistarsenu fyrir skemmstu með einstakri nálgun á tónlist stórsveitarinnar Spice girls í fyrirrúmi. Sveitina skipa nokkrar af allra bestu söngkonum landsins, Elísabet Ormslev, Salka Sól, Stefanía Svavars, Karó og Þuríður Blær ásamt tilfallandi gestasöngkonum. Flestir labba raddlausir og í nostalgíukasti út af tónleikum GRL PWR og erum við afar heppin að hafa þær með okkur.

JóiPé og Króli eru kannski ungir að árum en afskaplega afkastamiklir en í Október kemur þeirra fimmta plata út. Mikil leynd hefur verið yfir plötunni og bíða margir aðdáendur þeirra spenntir fyrir útgáfunni enda nýtt myndband þeirra við lagið ‘Tveir koddar’ töluvert frábrugðið því sem þeir hafa gefið út áður. Drengirnir hafa vaxið gífurlega seinustu ár og eru einfaldlega frábærir á sviði. Lög þeirra hafa slegið hvert metið á fætur öðru yfir spilanahæstu lögin á streymisveitum og má þá helst nefna Í átt að tunglinu, B.O.B.A, O shit, Þráhyggja og Efast. Það er aldrei að vita að einhver ný lög frá strákunum fái hljómgrunn í Gamla bíó 17. ágúst en eitt er víst, það verður gaman.


Að auki kemur leynigestur sem verður tilkynntur síðar!

Peroni bjórinn verður í sérstökum fókus í Petersen svítunni fram eftir degi og því er tilvalið að kíkja upp í einn til tvo drykki fyrir tónleika. Gamla bíó opnar svo 21:00 og tónleikar hefjast 22:00. Við hvetjum þig til þess að tryggja sér miða á netinu, þú sparar þér á því og tryggir það að þú komist inn.

(Ath. 20 ára aldurstakmark)

? Sjáumst í Gamla bíó 17. ágúst og fögnum fjölbreytileikanum! ?