Tix.is

Um viðburðinn

Þetta eru fyrstu útgáfutónleikar Sjönu Rutar þar sem hún mun flytja lög af hennar fyrstu sóló plötu, auk annarra áður útgefna laga. Á tónleikunum munu einnig koma fram sérstakir gestir. 

Sérstakir gestir sem koma fram eru:

Pálmi Sigurhjartarson, Þorgils Björgvinsson meðlimir Sniglabandsins og Ingólfur Sigurðsson úr Síðan skein sól spila undir og deila sviðinu með Sjönu ásamt sérstökum gestasöngvara, Kid Isak (Aaron Ísak), sigurvegari Söngkeppni framhaldsskólanna 2019 og flytjandi lag hinsegindagana 2019.

 

————————————

YouTube rás: https://www.youtube.com/channel/UCRNDuw57cRZuXFt3CLgUEcg

 

Spotify síða: https://open.spotify.com/artist/6d5sfgMxjnaC2NOvSyW0oJ 

 

Facebook síða: https://www.facebook.com/sjanarut/

 

Instagram síður: https://www.instagram.com/sjanarut / https://www.instagram.com/musicfromiceland/


Tónlist Sjönu er þjóðlagaskotin sálartónlist sem litast stundum af rafrænni nýbylgju tónlist áttunda áratugsins svo blundar í henni rokkari sem er að brjótast fram. Platan “Gull & Grjót” er fjölbreytt blanda, allt frá ljóði til rokks.   Sjana Rut hefur komið víða fram og heillar eyru almennings með rödd sinni og sviðsframkomu. Hún er þekktust fyrir þáttöku sína í The Voice Ísland 2017 ásamt því að hafa unnið Söngkeppni Tækniskólans 2015 og 2016 og kom fram bæði árin í Söngkeppni framhaldsskólanna og keppti í músíktilraunum 2017 ásamt bróður sínum “NumerusX”.