Tix.is

Um viðburðinn

Rose-Lynn Harlan er uppreisnargjörn country-söngkona og tveggja barna móðir sem er nýsloppin úr fangelsi og reynir að ná endum saman í tilgangslausu starfi, á meðan hún reynir að láta metnaðarfullan draum sinn rætast um frægð og frama sem tónlistarkona. Með aðstoð yfirmanns síns heldur Rose-Lynn í lífsbreytandi ferðalag sem á eftir að reyna á sjálfsvitund hennar en hjálpa henni að uppgötva hennar sönnu rödd.

Leikkonan Jessie Buckley skilar ógleymanlegri og stjörnumlíkri frammistöðu sem hin villta Rose-Lynn, en hún hefur hlotið mikið lof fyrir hlutverkið og ekki minnst fyrir tónlistina sem hún spilar og syngur sjálf. Wild Rose er mannleg saga full af tónlist, gleði, hugrekki, fjölskyldu og að eltast við draumana sína – sama hversu langt í fjarska þeir virðast vera. Þegar upp er staðið, þarftu eingöngu þrjá hljóma og sannleikann.

Frumsýnd 16. ágúst í Bíó Paradís!