Tix.is

Um viðburðinn

Ragheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson halda tónleika á Kaffi Flóru kl 21:00 þann 30. ágúst næstkomandi.

Ragnheiður Gröndal (söngur og píanó) og Guðmundur Pétursson (gítar) hafa lengi haft áhuga á íslenskri þjóðlagatónlist og tilheyrir hún hefð sem er að mestu leyti horfin og fáar reglur hafa verið skrifaðar. Sú staðreynd opnar fyrir persónulega tjáningu, nýjar uppgötvanir og listrænt frelsi. Þess vegna má segja að tónlist tvíeykisins sé hefðbundin, nútímaleg og framsækin allt í senn. Tónlistin sem leikin verður á Kaffi Flóra er blanda af eldra efni, nýju efni og íslenskum þjóðlögum.