Tix.is

Um viðburðinn

Frumsýnt á Reykjavík Dance Festival, 20. nóvember 2019
Danssýning

Þar sem jafnvel einföldustu ferli vistkerfisins umbreytast í töfrandi sjónarspil.

Hér er eitthvað… Hér… Eitthvað… Eða ekkert… Það er eitthvað sem vantar upp á… sem er í raun ekki hér… Það er eitthvað þarna… Eitthvað framandi… Eitthvað ekki vitað, ekki raunverulega til staðar… Það er eitthvað framandi hér…

Í heimi þar sem allt drýpur og lekur verða til undarleg vistkerfi og kynleg orsakatengsl. Mismunandi efni samtvinnast og tengjast í gegnum undarlegar lúppur og dularfull kerfi. Sviðið umbreytist í eins konar vistkerfi, sem líkist að vissu leiti vistkerfi náttúrunnar, nema hér er ekki allt sem sýnist. Sambandið milli orsaka og afleiðinga, þess lífræna og ólífræna, milli lifandi og dauðra, er ekki lengur skýrt.


Mismunandi landslagsmyndir blandast saman svo ekki er alltaf víst hvort um er að ræða mýrlendi, klettadranga, neðansjávardýpi eða dystópísk heimsslit. Landslagsmyndir byrja að leka, drjúpa og blandast saman, festast í hringrás, þar til þau leysist upp, sullast eða sundrast.


Ósýnileg öfl eru í aðalhlutverki: raki, bylgjur, segulsvið og þyngdarafl eru hreyfiaflið í þessu annarlega vistkerfi þar sem jafn sjálfsagt og náttúrulegt fyrirbæri líkt og orsakasamband verður að töfrandi sjónarspili.
 
Aðstandendur:

Höfundur og performer: Rósa Ómarsdóttir
Sviðsmynd: Dora Durkesac
Tónlist: Nicolai Hovgaard Johansen og Rósa Ómarsdóttir
Hljóðhönnun: Nicolai Hovgaard Johansen.
Ljósa innsetning, ljósahönnun og tæknistjóri: Hákon Pálsson
Ljósa aðstoð: Kjartan Darri Kristjánsson
Búningahönnun: Kristjana Björg Reynisdóttir
Dramatúrg: Ingrid Vranken
Listræn aðstoð: Ana Dubljevic
Framleiðsla: Kunstenwerkplaats Pianofabriek
Með-framleiðsla: Chaillot Theatre National de la Dance, Bora Bora Dans og Visuelt Teatre, Kunstenwerkplaats Pianofabriek og Tjarnarbíó
Supported by: KAAP Brugge, C-takt, Dansverkstæðið, Reykjavík Dans Festival, Íslenska sendiráðið í Paris

Sérstakar þakkir fyrir góð ráð og frekari aðstoð: Inga Huld Hákonardóttir, Vala Ómardóttir, Védís Kjartansdóttir, Sveinbjörn Thorarensen, Gulli Már, starfsfólk Tjarnarbíós, Halli í Þjóðleikhúsinu, Nicolas Bouscaud, Nicos Xenos, Michael Janssens, Jurica Seva.