Tix.is

Um viðburðinn

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur tvo heimaleiki í ágúst í forkeppni að undankeppni EuroBasket 2021 en þá mæta strákarnir okkar liði Sviss og Portúgal í Laugardalshöllinni, laugardaginn 10. ágúst kl. 13:00 gegn Sviss og laugardaginn 17. ágúst kl. 16:00 gegn Portúgal.

Þetta er mjög mikilvægir leikir fyrir framhaldið hjá íslenska landsliðinu en liðið þarf að enda í efsta sæti síns riðils að loknum fjórum leikjum gegn Sviss og Portúgal til að tryggja sér sæti í undankeppni EM 2021 en eingöngu efsta liðið í riðlinum fer áfram í riðlakeppnina næsta vetur.

KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna og styðja liðið til sigurs í heimaleikjunum tveim en það hefur margt oft sýnt sig að góður stuðningur gerir gæfumuninn!

Sjáumst í Laugardalshöllinni í ágúst!