Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Greifarnir hefur verið lengi að eða allt frá árinu 1986 þegar fyrsta plata sveitarinnar "Blátt blóð" kom út.

Þó svo dregnirnrir hafi ekki verið mjög duglegir við útgáfu á síðustu árum kannast allir við margar perlur sveitarinnar eins og "Útihátíð, Frystikistulagið, Draumadrottningin, Þyrnirós, Sumarnótt, Skiptir engu máli, Eina nótt með þér og mörg fleiri.

Greifarnir eru þekktir fyrir að vera einstaklega kraftmiklir og skemmtilegir á sviði og alveg öruggt að þeir munu standa undir þeim væntingum um verslunarmannahelgina á SPOT því sveitin hefur aldrei verið betri.

Sigga Hlö þekkja svo allir Íslendingar en segja má að hann hafi verið konungur 80´s plötusnúðanna á íslandi í mörg undafarin ár.

Auk þess er Siggi einn allra vinsælasti útvarpsmaður sem Ísland hefur alið.

Þessi blanda "Greifarnir og Siggi Hlö" er því alveg skotheld sem hefur sýnt sig ár eftir ár.

Greifarnir og Siggi Hlö skipta með sér kvöldunum frá klukkan 23.00 til 03.30.

Það verður enginn svikin af því að sletta úr klaufunum með Greifunum og Sigga Hlö á SPOT Kópavog um verslunarmannahelgina.