Tix.is

Um viðburðinn
Frumsýnt 10. október 2019


Dýrðleg og dansandi drag-revía

Fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingar kynnir með stolti Endurminningar valkyrju. Magnaðan dragfögnuð til heiðurs hinni kyngimögnuðu kvenhetju, Brynhildi. Ævintýrum söguhetjunnar verða gerð skil í mögnuðum dansi, stórfenglegum söng og hlálegum hamagangi.

Gestgjafar kvöldsins eru þaulvanar drottningar leiksviðs og næturlífs. Þær tala tæpitungulaust og koma til dyranna eins og þær eru klæddar, prýddar rúbínum og eðalsteinum frá toppi til táar, tilbúnar að gleðja ykkur með sínum guðsgjöfum og vafasama vafstri. Þetta er sýningin sem þú hefur beðið eftir!

Þetta er fyrsta verk hópsins en forsprakkar hans eru dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Cameron Corbett. Þeir hafa starfað saman um árabil innan raða Íslenska dansflokksins auk þess sem þeir hafa komið víða við í íslenskum sviðslistum.


Flytjendur: Agatha P., Faye Knús, Gógó Starr & Sigga Eyrún

Höfundar: Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Sigurður H. Starr Guðjónsson

Listrænir stjórnendur: Ásgeir Helgi Magnússon & Cameron Corbett

Búninga- og sviðshöfundur: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir

Ljósahönnuður: Kjartan Darri Kristjánsson

Tónlist: Ýmsir höfundar auk frumsaminnar tónlistar eftir hópinn og Karl Olgeirsson

Markaðsstjóri: Bryndís Nielsen

Útsetning, upptaka og hljóðblöndun frumsaminnar tónlistar: Helgi Reynir Jónsson    

Ljósmyndir fyrir kynningarefni: Mink Viking Portrait Studio 

Styrktaraðilar: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Launasjóður listamanna