Tix.is

Um viðburðinn

Ari Eldjárn frumsýnir nýju ensku sýninguna sína “Eagle Fire Iron” á Fringe hátíðinni í Edinborg í ágúst. Áður en til þess kemur heldur hann tvær upphitunarsýningar á ensku í Tjarnarbíói laugardaginn 20. júlí og fimmtudaginn 25. Júlí. Sýningin samanstendur af nýju efni og ýmsum gullmolum sem hafa aldrei verið fluttir á ensku áður.

Fyrri sýning Ara “Pardon My Icelandic” hlaut frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum þegar hún var frumsýnd í Edinborg árið 2017 og var á endanum sýnd 50 sinnum fyrir fullu húsi í Edinborg, Soho Theatre í London og Melbourne International Comedy Festival í Ástralíu. Þá líkt og nú hóf hann sýningaröðina í Tjarnarbíói þannig þetta er einstakt tækifæri til að sjá sýninguna þróast og og mótast áður en lagt er af stað.

“You don’t see too many jokes about the Faroese language being cracked on Live At The Apollo… but Eldjarn is good enough to make you think that one day, you will.” **** Chortle, Steve Bennet

“This is comedy gold that’s definitely not lost in translation.” **** Arts Hub, Patricia Maunder