Tix.is

Um viðburðinn

ARG viðburðir í samstarfi við Viðburðastofa norðurlands kynna með rífandi stolti:

ALDAMÓTATÓNLEIKAR Á AKUREYRI.

Fannst þér gaman að fara á ball?

Sástu Skímó í Sjallanum, Írafár í Ýdölum, Á móti sól á Broadway eða Land og syni á Gauknum??

Langar þig að sjá og heyra lög með þessum böndum flutt live?

Ef svarið er já við einhverjum af þessum spurningum ertu stálheppin/n því 4. október ætlar landslið íslenskra poppara að troða upp á Akureyri.

Þau sem fram koma eru:
Magni - Á móti sól
Hreimur - Land & Synir
Gunni Óla - Skítamórall
Einar Ágúst - Skítamórall
Birgitta Haukdal – Írafár

Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið í hljómsveitum sem voru gríðarlega vinsælar og virkar í kringum síðustu aldarmót. Og gott betur en það, því flest af þessum böndum eru ennþá í fullu fjöri og allir söngvararnir eru enn starfandi sem tónlistarfólk.

Tónleikarnir verða tvískiptir, fyrir hlé munu ballöðurnar og rólegu lögin verða flutt en eftir hlé verður allt gert vitlaust og talið í hverja sprengjuna á fætur annarri.

Hljómsveitarstjóri verður hinn eini sanni Viggi úr Írafár og mun hann ásamt nokkrum af færustu hljóðfæraleikurum landsins sjá til þess að allur flutningur verði upp á tíu.

ATH aðeins 600 miðar í boði.

Því ég vil bara vera ééég, vera ég sjálf...