Tix.is

Um viðburðinn

Frá handritshöfundingum og leikstjóranum Sergio Umansky kemur óvægið og sálfræðilega flókið drama sem fjallar um afleiðingar harmleiks sem ber vitni um vandamál er snúa að refsileysi og óöryggi í Mexíkó. Söguþráðurinn snertir til dæmis á á morðum, lögregluspillingu, ofbeldi gegn konum, misnotkun vinnuveitenda á starfsmönnum, stéttaskiptingu, óréttlæti gagnvart innflytjendum, mannréttindum og eiturlyfjasölu.

Aurelio og Citlali hittast á litlu hótelherbergi í Mexikóborg á myrkasta tímabili í lífi þeirra. Sonur Aurelio hefur verið myrtur og Citlali hefur flúið ofbeldisfullan barnsföður sem hún þurfti að skilja dóttur sína eftir hjá. Spillt yfirvöld í landinu hafa ítrekað brugðist þeim svo þau neyðast til að taka völdin í eigin hendur. Ást og bandalag myndast á milli þeirra og heita þau að hjálpa hvoru öðru að leita rétta sinna sama hvað það mun kosta, hvort sem það felur í sér hefnd eða handtöku.

Myndin vann verðlaun fyrir besta leikara og bestu leikkonu í aðalhlutverki á Guadalajara International Film Festival, auk þess vann hún Press Award fyrir bestu myndina á sömu hátíð. Frumsýnd á Íslandi á Stockfish kvikmyndahátíðinni 2019 að viðstöddum leikstjóra, leikkonu og framleiðanda myndarinnar.

Frumsýnd 2. ágúst með enskum texta í Bíó Paradís – EINGÖNGU sýnd í takmarkaðan tíma!!!