Tix.is

Um viðburðinn

Kvöld eitt uppgötvar einn starfsmannahópur í verksmiðju að vinnuveitandi þeirra er að stela eigin vélum og hráefni vinnustaðarins í skjóli nætur. Þetta virðist vera liður í því að knésetja verksmiðjuna og því ljóst að fjöldauppsagnir eru líklegast yfirvofandi. Til að vernda tækin og koma í veg fyrir að framleiðslan verði færð annað taka verkamennirnir sig saman og sölsa undir sig verksmiðjuna.

Margverðlaun og lofsömuð mynd af gagnrýnendum víða sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Director’s Fortnight flokknum. Myndin naut mikilla vinsælda og hlaut hin virtu alþjóðlegu FIPRESCI gagnrýnendaverðlaun, þar sagði dómnefndin meðal annars um myndina “sprengir ramma milli raunveruleika, skáldskapar, leikhúss og félagslegrar umræður sem leiðir til uggandi og ögrandi kvikmyndaupplifunar”.

Frumsýnd 19. júlí í Bíó Paradís – EINGÖNGU sýnd í 1 viku og með enskum texta!!!