Tix.is

Um viðburðinn

Þar sem samkomubann hefur verið sett á í landinu þarf Þjóðleikhúsið, eins og aðrar sviðslistastofnanir, að fresta sýningum um óákveðinn tíma. Helstu sviðslistastofnanir þjóðarinnar, þar á meðal Þjóðleikhúsið, eru í samstarfi um viðbrögð vegna Covid-19 veirunnar. 
Um leið og nýjar dagsetningar verða ákveðnar verður send út tilkynning. Sú regla gildir um miðakaup, að ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki hafa stofnanirnar ákveðið að veita kaupanda rétt á endurgreiðslu, að því tilskildu að ósk um endurgreiðslu berist stofnuninni innan 7 daga frá tilkynningu um nýja dagsetningu.

Starfsfólk Þjóðleikhússins mun halda áfram að undirbúa næstu sýningar og næsta leikár. Við leggjum allt kapp á að viðhalda sköpunargleðinni í leikhúsinu, og hlökkum til að taka á móti ykkur í Þjóðleikhúsinu um leið og aðstæður leyfa.

SKARFUR er nýtt íslenskt leikverk eftir Kolbein Arnbjörnsson og leikhópinn Lið fyrir lið.

Vandamál manneskjunnar á lífsleiðinni virðast alltaf vera köllun til umbreytinga og viðhorfsbreytinga. Í verkinu Skarfur býður sviðslistahópurinn Lið fyrir Lið þér inn í vinnustofu listamanns. Umhverfið er hugsanlega rannsóknarstofa, geimskip, leikherbergi barns, eyðimörk eða fjallgarður. Sviðsverkið rannsakar mörkin milli skilnings og skynjunar í gegnum náttúruna í manninum og manninn í náttúrunni. Hvað sjáum við, heyrum, finnum, skiljum og skynjum... og hvar endum við?

Hugljúf, fyndin og dramatísk sýning.

"Þetta var mögnuð upplifun! Gjörningalist af bestu gerð. Rosalega vel útpælt stykki sem tengir mann við náttúruna á nýjan hátt. Leikarinn sem er snillingur leiddi okkur fullkominn hring í sögunni...eða í tilverunni. En. Ómögulegt að nota orð til að lýsa sýningunni enda kom ekki eitt einasta orð úr munn leikarans. Takk fyrir mig! Fimm stjörnur."
Gillan Haworth, skólastjóri Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar

 "Skarfur kom svo sannarlega skemmtilega á óvart, takk fyrir að taka mig út úr kassanum og opna hugann."
Ólafía María Gísladóttir leiðsögumaður

"Skarfur provides a good food for thought. Who are you as a human? You are part of nature - remember this. Deep and at the same time funny and a light performance. The performance can be watched by all people, regardless of nationality and the language that they speak. Because nature speaks the same language with everyone. Actually I expected some kind of human speech but...the end was very beautiful. Thank you for a good work."

Alona Perepelytsia - Nútímadansari og danshöfundur


"Verkið hreyfði við svo mörgum tilfinningum í mér að ég þyrfti eiginlega að sjá sýninguna aftur itl þess að átta mig algjörlega á eigin upplifun. Magnað og tilfinningaþrungið listaverk sem fer með þig á flug, ef þú leyfir þér að hrífast með. Fullt hús stiga frá mér."
Björt Sigfinnsdóttir - Skólastjóri Lungaskólans og tónlistarmaður

"Tek undir hvert einasta orð Gillian. Mögnuð upplifun sem situr eftir. Fimmtíu stjörnur frá mér!
Aðalheiður Borgþórsdóttir Bæjarstjóri/stýra Seyðisfjarðar"

Verkið er unnið í samstarfi við Þjóðleikhúsið og er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Leiklistarráði og Uppbyggingarsjóði Austurlands.