Tix.is

Um viðburðinn

Getur tónlist hlýjað sálinni?

2017 var árið sem portúgalski söngvarinn Salvador Sobral sendi mögnuð skilaboð til Evrópu, frá stóra sviðinu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva „tónlist er tilfinning”. Ekki skildu allir hvað hann átti við en flestir fundu það í hjarta sínu.

Tónlistin og tjáningin var í forgrunni hjá Sobral, enginn dans, enginn eldur, engar drumbur og engin leynd skilaboð, bara falleg melodía og einstök túlkun.

Öll Vestur-Evrópulöndin kusu eins: Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Spánn, Sviss, Belgía, Austurríki og fleiri gáfu
Salvador Sobral 12 stig en þegar stigagjöfinni lauk var hann stigahæsti sigurvegari keppninnar frá upphafi.

Á tónleikunum mun Salvador kynna lög af nýju plötunni sinni, Paris – Lisboa, en hún fjallar um borgirnar og ferðalag þeirra á milli. Platan er einnig
undiráhrifum Wim Wenders myndarinnar París-Texas og er ýmist flutt á portúgölsku, spænsku, ensku eða frönsku. Einnig mun Sobral flytja lag eftir Brasilíska samba-canção höfundinn Lupicínio Rodrigues og annað eftir Francisca Cortesão og Afonso Cabral.

1. nóvember í Eldborg, Salvador Sobral ásamt hljómsveit í fyrsta sinn á Íslandi

Hljómsveitina skipa:
Salvador Sobral – söngur
Júlio Resende – píanó
André Rosina – kontrabassi
Bruno Pedroso – trommur

Umsjón: Kings & Vegabonds http://www.kingsandvagabonds.eu/