Tix.is

Um viðburðinn

Innipúkinn 2019 - 3 daga hátíð í höfuðborginni um verslunarmannahelgina

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, en að þessu sinni færir hún sig úr Kvosinni og yfir Grandann, þar sem hún mun samtímis fara fram á Bryggjunni brugghús og Messanum. Á svæðinu verður sannkölluð bryggjustemning alla helgina enda verður nóg um að vera á bryggjusvæðinu fyrir utan staðina sem og inni á stöðunum sjálfum. Boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 2.-4. ágúst.

Föstudagur
Between Mountains
Friðrik Dór
Jónas Sig
Kælan mikla
Valdimar
Joey Christ

Laugardagur
Blóðmör
Dj flugvél & geimskip
Hildur
Matthildur
Moses Hightower
Vök

Sunnudagur
Auður
Bjartmar Guðlaugsson
Daði Freyr
Sprite Zero Klan
Sturla Atlas
Una Schram

Armband á hátíðina gildir alla helgina bæði á Bryggjuna og Messann og þau má nálgast á svæðinu frá og með föstudeginum. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld.

Vinsamlegast athugið að 20 ára aldurstakmark er á hátíðina.