Tix.is

Um viðburðinn

Nóvember 1999. Hinn 67 ára gamli ekkjumaður Þrándur (Stellan Skarsgård) býr á afskekktum stað í Noregi og gleður sig yfir því að geta eytt komandi gamlárskvöldi aleinn í kyrrð og ró. Þegar veturinn gengur í garð kemst Þrándur hins vegar að því að hann á nágranna, mann sem hann hefur ekki séð síðan sumarið 1948. Hugurinn hvarflar aftur til æskuáranna og afdrifaríkra atburða sem hentu það sumar og áttu eftir að setja mark sitt á ævi hans. Það sumar varð Þrándur búinn undir að það bera byrðar sín eigin föðurs í tengslum við yfirvofandi svik og brotthvarf, en einnig þroskaðist Þrándur það sumar er hann komst í tæri við konu sem hann þráði heitt, en konan var hin sama og faðir hans var að að búa sig undir að eyða ævinni saman með.

Myndin var heimsfrumsýnd á Berlinale kvikmyndahátíðinni 2019 þar sem hún vann Silfurbjörninn fyrir framúrskarandi listrænt framlag. Hjartnæm saga um einsemd mannsins, aldurinn sem færist yfir og sakleysi, sem glatast að eilífu, en sagan er byggð á alþjóðlegu metsölubókinni Út að stela hestum eftir hinn norska Per Pettersen. Bókin hefur farið sigurför um heiminn síðan hún kom út árið 2003 og unnið til margra virtra bókmenntaverðlauna, meðal annars var bókin útnefnd sem ein af 10 bestu bókum ársins 2007 af stórblaðinu The New York Times.

Frumsýnd 12. júlí með íslenskum og enskum textum til skiptis!

 "Masterpiece" -Petra Kohse, Berliner Zeitung

"Sensual, masterful and uniquely beautiful." -Mode Steinkjer, Dagsavisen
"A tender and meditative drama." -David Ehrlich, Indiewire
"Effectively plays lush visual storytelling against its characters' desolate interiors." -Guy Lodge, Variety
"The director has not lost that taste for baroque imagery and storytelling." -Rory O'Connor, CineVue
"A hugely accomplished meditation on life, guilt and responsibility." -Deborah Young, Hollywood Reporter