Tix.is

Um viðburðinn

Umbra Ensemble flytur úrval fornar tónlistar og þjóðlaga víða úr heiminum á Sönghátíð í Hafnarborg.


Nánari upplýsingar á www.songhatid.is


UMBRA var stofnuð haustið 2014 og er skipuð Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Hafa þær í sameiningu skapað sinn eigin hljóðheim sem hefur fornan blæ og oft dökkan undirtón. Umbra leggur áherslu á að skapa eigin útsetningar á fornu tónefni og vinna með samsetningu upprunahljóðfæra og samsöngs. Þær hafa einnig frumflutt verk eftir tónskáldin Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Finn Karlsson sem samin voru sérstaklega fyrir hópinn.

Umbra gaf út tvær plötur hjá plötuútgáfunni Dimmu árið 2018. Annarsvegar “Úr myrkinu”, sem kom út í apríl 2018 og inniheldur forn lög úr evrópskum handritum sem tengjast dekkri hliðum mannlegrar tilveru, og svo hinsvegar jólaplötuna “Sólhvörf” sem kom út í nóvember 2018.
Báðar plöturnar hlutu tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 sem plata ársins í flokki þjóðlagatónlistar og bar sú síðari, “Sólhvörf”, sigur úr býtum á hátíðinni þann 13. mars s.l.

Umsögn dómnefndar um plötuna:
“Á Sólhvörfum tekur Umbra hlustandann í heillandi ferðalag þar sem tónlist tengd dimmum vetrardögum er í forgrunni. Lögin eru sum hver vel þekkt en önnur minna, en eiga það sameiginlegt að vera framúrskarandi útsett og flutt af þessum frábæra hópi tónlistarkvenna. Virkilega vönduð plata.”

Tóndæmi: https://soundcloud.com/umbraiceland
Facebook síða: https://www.facebook.com/umbraensemble/
Heimasíða: https://www.umbra-ensemble.com/


Um Sönghátíð í Hafnarborg:

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin 28. júní - 14. júlí 2019. Nafn hátíðarinnar í ár vísar í eitt vinsælasta lag ástsæla tónskáldsins Atla Heimis Sveinssonar, sem féll frá fyrir skömmu. Hátíðin heiðrar minningu Atla Heimis með lokatónleikum þar sem sex söngvarar flytja úrval sönglaga hans, en tónleikunum lýkur með samsöng flytjenda og áhorfenda. Á Sönghátíð í Hafnarborg verða í boði alls sjö tónleikar með framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum og margvísleg námskeið fyrir börn og fullorðna - leika sem lærða. Listrænir stjórnendur Sönghátíðar í Hafnarborg eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari. www.songhatid.is