Tix.is

Um viðburðinn

Lokatónleikar Sönghátíðar í Hafnarborg 2019 eru minningartónleikar um Atla Heimi Sveinsson, eitt helsta söngvaskáld Íslands, sem féll frá fyrir skömmu. Tónskáldið heiðra söngvararnir Kristinn Sigmundsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Alexander Jarl Þorsteinsson og Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir (Vox Domini verðlaunahafi) með Francisco Javier Jáuregui gítarleikara og Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara. Þau flytja úrval sönglaga Atla Heimis. Tónleikunum lýkur með fjöldasöng, þar sem áhorfendum er boðið að taka þátt í að syngja með flytjendunum eitt ástsælasta lag Atla Heimis, Snert hörpu mína (Kvæðið um fuglana, við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.

Nánari upplýsingar á www.songhatid.is


Um Sönghátíð í Hafnarborg:

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin 28. júní - 14. júlí 2019. Nafn hátíðarinnar í ár vísar í eitt vinsælasta lag ástsæla tónskáldsins Atla Heimis Sveinssonar, sem féll frá fyrir skömmu. Hátíðin heiðrar minningu Atla Heimis með lokatónleikum þar sem sex söngvarar flytja úrval sönglaga hans, en tónleikunum lýkur með samsöng flytjenda og áhorfenda. Á Sönghátíð í Hafnarborg verða í boði alls sjö tónleikar með framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum og margvísleg námskeið fyrir börn og fullorðna - leika sem lærða. Listrænir stjórnendur Sönghátíðar í Hafnarborg eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari. www.songhatid.is