Tix.is

Um viðburðinn

Sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran bregða sér í hlutverk Normu og Adalgisu í atriðum úr óperunni Normu eftir bel canto meistarann Bellini. Þær flytja einnig aríur og sönglög eftir Rossini, Verdi og samtíðarmenn þeirra. Sannkölluð söngveisla í bel canto stíl. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó og Francisco Javier Jáuregui leikur á klassískan gítar.

Nánari upplýsingar á www.songhatid.is


Um Sönghátíð í Hafnarborg:

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin 28. júní - 14. júlí 2019. Nafn hátíðarinnar í ár vísar í eitt vinsælasta lag ástsæla tónskáldsins Atla Heimis Sveinssonar, sem féll frá fyrir skömmu. Hátíðin heiðrar minningu Atla Heimis með lokatónleikum þar sem sex söngvarar flytja úrval sönglaga hans, en tónleikunum lýkur með samsöng flytjenda og áhorfenda. Á Sönghátíð í Hafnarborg verða í boði alls sjö tónleikar með framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum og margvísleg námskeið fyrir börn og fullorðna - leika sem lærða. Listrænir stjórnendur Sönghátíðar í Hafnarborg eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari. www.songhatid.is