Tix.is

Um viðburðinn

SÍMALAUS VIÐBURÐUR
ATH: Sýningin með Hönnuh Gadsby í Eldborg á föstudag verður símalaus og verður notuð sérstök tækni til að tryggja það. Vinsamlegast smellið hér til að kynna ykkur málið frekar.

Salur verður opnaður 19:15 og við hvetjum fólk til að mæta snemma til að forðast biðraðir og tafir.

DAGSKRÁ KVÖLDSINS
19:15 - Salur opnar
20:00 - Hannah Gadsby
21:30 - Áætlaður endir*
*Dagskrá er birt með fyrirvara og getur riðlast.

ATH: Ekkert hlé
-----------------------------------------------------------------------

Tasmaníski grínistinn Hannah Gadsby náði fyrst heimsathygli með Nanette, margverðlaunaða tímamóta uppistandi sínu, sem seldi upp viðburðarhallir í Ástralíu, London, Edinborg, New York og Los Angeles áður en það var birt á streymisveitunni Netflix í júní í fyrra.

Nanette setti uppistandsheima á hliðina eftir að það varð aðgengilegt á Netflix og gerði hana að stórstjörnu á einni nóttu. En Hannah hafði verið að byggja upp ferilinn í rúman áratug. Áður en Nanette breytti öllu var hún orðin vön því að selja upp sýningar á hátíðum í Ástralíu og á Englandi. Hún lék hlutverk Hönnuh í sjónvarpsþáttunum Please Like Me og var kynnir í þremur heimildarmyndum sem voru byggðar á gamansömum fyrirlestrum um listina, sem hún flutti í mörgum virtustu listagalleríum heims. Hannah hefur unnið fjölmörg verðlaun, þar á meðal Comedy Special Of The Year, Best Comedy Show og Best Comedy Performer.

Nú kemur Hannah til Íslands með DOUGLAS, splunkunýja uppistandssýningu sem hefur nú þegar fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð.

Fimm miðaverð eru í boði:
Úrvalssæti:        9.990 kr.
Verðsvæði 1:     8.990 kr.
Verðsvæði 2:     7.990 kr.
Verðsvæði 3:     6.990 kr.
Verðsvæði 4:     4.990 kr.

Umsjón: Sena Live

Umsagnir um Nanette:

“As uproariously funny as it is profoundly furious.” - The New Yorker

“The laughs of her show are a means to an end, which is, at its core, a ferocious attack on comedy itself. ” - The New York Times

“Nanette is the kind of work that leaves you shaken. Not because it’s really funny (it really is), or because it’s equally heartbreaking, but because it finds a fusion of those two modes that’s incandescent.” - The Atlantic

"...one of the finest hours of stand-up I’ve seen" - The Times, UK

“Nanette deserves to win all the awards because it changes everyone who goes to see it.” - The Scotsman

"...one of the most powerful stand-up hours the Fringe has witnessed. The power of Nanette is undeniable and this show will last in the mind long after the final discarded Fringe flyer has been swept away" - The List