Tix.is

Um viðburðinn

Óskar Guðjónsson, saxófónn
Ife Tolentino, gítar og söngur
Eyþór Gunnarsson, píanó

Brasilíski gítarleikarinn, söngvarinn og lagasmiðurinn Ife Tolentino ætlar að halda sérstaka tónleika á Múlanum til að fagna þvi að 16 ár eru liðin frá því að hann kom hingað til lands í fyrsta sinn. Tríóið mun flytja frumsamin tónverk af næstu plötu Ife í bland við lög af VOCÊ PASSOU AQUI plötu sem tekin var upp á Íslandi og kom út hérlendis, á Englandi og í Brasilíu. Þar að auki verður spiluð tónlist helstu meistara Brasilíu frá fyrri hluta síðustu aldar, þeim Antonio Carlos Jobim, João Gilberto, Chico Buarque, Caetano Veloso, Nelson Cavaquinho, Luiz Gonzaga og fleiri.