Tix.is

Um viðburðinn

Ekki missa af AMERICAN PIE á geggjaðri Föstudagspartísýningu 12. júlí kl.20:00 - það verður stuð og læti í tilefni 20 ára afmæli eplabökuævintýrsin!!! Að sjálfsögðu verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem má taka með inní salinn!

Fjórir menntaskólavinir stefna að því að missa sveindóminn fyrir útskrift, en það er hægara sagt en gert og nú nálgast lokaballið óðfluga svo piltarnir þurfa að hafa snör handtök ef þeir ætla að ná takmarkinu - hver á sinni hátt... Sprenghlægileg grínmynd sem sló rækilega í gegn þegar hún kom fyrst út árið 1999!