Tix.is

Um viðburðinn

Tímaferðalag aftur á bak til áranna þegar Eydís var ung!

Manstu annars eftir Eydísi? Hún var með þér í skóla, í skátunum, skólaferðalögum og eiginlega alltaf heima hjá þér!

Hún færði þér Hensongalla og Don Cano! Tab og Sinalco. Allar frábæru bíómyndirnar og kvikmyndastjörnur eins og Stallone, Svartsennaggerinn voru harðhausarnir, Michael J. Fox í timaflakkinu Molly Ringvald og Demi Moore.

En Eydís var líka gjöful á tónlistina. Duran Duran, Wham, Simple Minds, Bruce Sprinsteen og Blondie, svoekki sé minnst á ballöður Foreigner.

Mannstu núna eftir Eydísi? Frábær tónlistarveisla Bliks í auga í Stapa á Ljósanótt í Reykjanesbæ.


Söngvarar eru Jóhanna Guðrún, Jógvan Hansen, Hera Björk og Jón Jósep Snæbjörnsson.

Það er um að gera að tryggja sér miða í tima því um takmarkaðan fjölda miðafjölda er að ræða.

Húsið opnar kl. 19:00. Sýning hefst kl. 20:00.