Tix.is

Um viðburðinn

Rokksöngvarinn Eyþór Ingi hefur verið ótrúlega afkastamikill þann stutta tíma sem hann hefur staðið í íslensku sviðsljósi. Hann á sér margar hliðar og því virðast engin takmörk sett hvað hann getur framkallað með raddböndunum. Þeir Jón fara í gegnum magnaðan feril Dalvíkingsins og flytja ásamt hjálparkokkum lög úr ýmsum áttum. Eftirhermurnar verða á sínum stað en Eyþór hefur einstakt lag á að herma eftir valinkunnum Íslendingum.