Tix.is

Um viðburðinn

Kyngimagnaður pólitískur þriller sem gerist árið 2025 í Danmörku, þar sem hinn háttsetti stjórnmálamaður og þjóðernissinni Martin Nordahl er reiðubúinn til að sölsa undir sig völdin í komandi þingkosningum sem leiðtogi þjóðernisflokksins. Vinsældir flokksins og Martins hafa aukist til muna í kjölfar mannskæðrar sprengjuárásar árinu áður í hjarta Kaupmannahafnar af völdum íslamskra hryðjuverkamanna, en stefna Martins og flokksins hefur aðallega snúist um að ala á ótta og hatri í garð innflytjenda og múslimskra þegna í Danmörku.

Mikil ólga ríkir í landinu vegna þessa og alda hatursglæpa hefur dunið á minnihlutahópum af öðru þjóðerni, en þar fara fremstir í flokki hópur hægriöfgamanna sem gengur undir nafninu Synir Danmerkur og eru þeir mjög hlynntir róttækum skoðunum þjóðernisflokksins. Á sama tíma er þolinmæði sumra arabískra minnihlutahópar brátt á þrotum, þeir taka því málin í sínar eigin hendur til að geta spornað við ógnvekjandi þróun og ógnun við fjölmenningarsamfélagið í Danmörku, en þær aðgerðir munu hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra.

Frumsýnd 14. júní með íslenskum og enskum texta til skiptis!