Tix.is

Um viðburðinn

Dagskrá kvöldsins:

17:00 – Miðasala og afhending hefst í Laugardalshöll
19:00 – Húsið opnar
20:30 – Vök
21:30 – DURAN DURAN
23:00 – Áætluð lok*

* Dagskrá getur riðlast og er birt með fyrirvara um breytingar.

ATH: 18 ára og yngri þurfa að vera í fylgd forráðamanna.
Sjá spurt og svarað um tónleikadaginn hér.

----------

VÖK mun hita upp fyrir Duran Duran í Laugardalshöllinni á þriðjudag. Vök hefur nýlega farið sigurför um Evrópu þar sem þau spiluðu 32 tónleika í Evrópu, Bandaríkjunum og sem upphitunaratriði fyrir hljómsveitina Editors. Hljómsveitin spratt fyrst fram á sjónarsviðið árið 2013 þegar þau unnu Músíktilraunir og fljótlega eftir það gáfu þau út sína fyrstu smáskífu. Hún náði talverðum vinsældum bæði á Íslandi og erlendis. Þau hafa síðan gefið út tvær plötur og túrað vítt og breitt um heiminn, hitað upp fyrir Ásgeir og Goldfrapp, og spilað á tónlistarhátíðum á borð við Roskilde, Green Man og Into the Woods.

----------

Hin goðsagnakenda hljómsveit Duran Duran heldur tónleika í Laugardalshöll þann 25. Júní næstkomandi. Simon Le Bon spáir eftirfarandi: „Miðað við tónleikana okkar á Íslandi árið 2005 þá er öruggt að tónleikarnir 25. júní verði stórbrotinn fögnuður – algjör sprengja! Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og síðast.“ 

Meðlimir hljómsveitarinnar snúa aftur til Íslands til að spila fyrir sína fjölmörgu aðdáendur hér á landi á þessum sérstöku sumartónleikum. Margir aðdáendur sveitarinnar eiga ógleymanlegar minningar frá tónleikum þeirra í Reykjavík fyrir 14 árum síðan. 

Duran Duran er án nokkurs vafa ein áhrifamesta hljómsveit tónlistarsögunnar. Ferillinn spannar fjóra áratugi og á þeim tíma hafa þeir selt yfir 100 milljónir platna, unnið tvö Grammy verðlaun, tvö Brit verðlaun, sjö Lifetime Achievement Awards og fjölda annarra verðlauna. Þeir skutust með ógnarhraða upp á stjörnhumininn og urðu heimsþekktir að því er virtist á einni nóttu, en hafa svo reynst ósigrandi og óstöðvandi, lifað samferðarmenn sína og ávalt verið trúir nýsköpun. Aðferðafræðin þeirra, að bræða saman popp tónlist, tísku, tækni og list – hefur alltaf verið á undan sínum samtíma og það sjást engin merki um þeir séu að fara hægja ferðina.

Á milli þess sem þeir koma fram á sérvöldum tónleikum á þessu ári, vinna þeir að nýrri plötu ásamt því að undirbúa nokkur sérverkefni í tilefni af 40 ára starfsafmæli sveitarinnar.

Miðaverð:

- A svæði: 18.900 kr. (gólf næst sviðinu eða sæti aftast í salnum sem er eingöngu í boði fyrir A miðahafa. Fyrstur kemur, fyrstur fær gildir í sætin)
- B svæði: 14.900 kr (gólf á bak við A svæði, fjær sviðinu).

Sjá mynd af salnum hér

Umsjón: Sena Live