Tix.is

Um viðburðinn

Þau Sigga Beinteins, Jogvan Hansen og Guðrún Gunnars bjóða uppá enn eina skemmtunina í Salnum í haust. Vinsældir þessa tónleikaraðar “Við eigum samleið” hafa verið með ólíkindum og þau fyllt Salinn undanfarin 5 ár, aftur og aftur.  

Gömlu góðu dægurlögin eiga svo sannarlega uppá pallborðið hjá tónleikagestum á öllum aldri og einstaklega skemmtilegt að hlusta á þau í þeim búningi sem þríeykið setur þau í og með skemmtilegu undirspili hljómsveitar undir stjórn Karls Olgeirssonar.  

Það sem gerir líka punktinn yfir iið er hið létta yfirbragð tónleikana, gleði og grín milli laga og ætlar þakið nánast að rifna af húsinu á stundum, svo dátt er hlegið í Salnum.