Tix.is

Um viðburðinn

Beautiful Boy er byggð á metsölubókum um æviminningar feðganna David og Nic Sheff, er lýsir á átakanlegan og raunsæislegan hátt reynslu af seiglu, áföllum og bata í fjölskyldu sem þarf að takast á við fíkniefnavanda sonarins yfir margra ára skeið. Í myndinni er farið yfir meðferðir, brotthvörf, brotin loforð og gremju er Nic sekkur dýpra niður í eiturlyfjaheiminn, ásamt því hvernig faðir hans David hefur mikið fyrir því að bjarga "fallega stráknum" frá eyðileggingarmætti fíkninnar.

Stórvalalið leikara sem grípur mann í einstrakri frásögn um gleði, sorg og vonir fjölskyldu er standa andspænis banvænum sjúkdómi sem gerir ekki greinarmun á fólki og getur barið á dyrnar hjá hverjum sem er og hvenær sem er.

Frumsýnd 31. maí á ensku með íslenskum texta!