Tix.is

Um viðburðinn

Fyndnustu mínar kynna:


The Rebecca & Lóa Show í Tjarnarbíó í fyrsta sinn.


Rebecca Scott Lord og Lóa Björk eru röngu megin við 25 ára, geta notað barnamiða í strætó, elska hnífa, stráka og að vera psycho. Þær stíga á svið í Tjarnarbíói þann 31. Maí næstkomandi með nýja brandara. Ekki láta þessar ungu, sexy, sviðslistakonur fram hjá þér fara.


Rebecca Scott Lord er Bandarísk sviðslistakona sem hefur sýnt sýningar á borð við DJ Daddy Issues, Comedy is a Safe Space og Dates with Dudes. Hún vinnur við að mála sviðsmyndir í Þjóðleikhúsinu og mennirnir í Spaugstofunni hjálpa henni að skrifa brandara.


Lóa Björk Björnsdóttir er útvarpskona hjá Útvarpi 101 þar sem hún er annar þáttastjórnenda Morgunþáttarins Múslí, hún er höfundur leikritsins Tími til að Segja Bless og klifrari (og hún er @mindfulnes_now_).


Uppistandið hennar Rebeccu er á ensku en Lóu á íslensku.