Tix.is

  • Frumsýnd 24. maí
Um viðburðinn

Byggð á skáldsögu eftir James Baldwin, If Beale Street Could Talk fjallar um Tish nýtrúlofaða unga konu búsetta í Harlem hverfinu sem ber fyrsta barn sitt undir beltinu, en hún lendir í kapphlaupi við tímann við að færa sönnur á sakleysi unnusta síns sem ásakaður hefur verið um glæp. Stórkostleg ástarsaga um ungt par, fjölskyldur þeirra og lífið, og baráttunni við að koma á réttlæti með kærleik fyrir ástina og loforðið um ameríska drauminn.

Margverðlaunuð mynd frá Barry Jenkins leikstjóra Moonlight sem var meðal annars valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni 2017, en hér færir hann okkur enn eina gæðamyndina sem gagnrýnendur og áhorfendur hafa keppst við að ausa lofi, fyrir utan að myndin hefur hlotið fjölda verðlauna og vann Regina King Óskarsverðlaun 2019 sem besta leikkona í aukahlutverki.

Ekki missa af einstöku tækifæri til að sjá myndina á stóra tjaldinu – EINGÖNGU sýnd í takmarkaðan tíma!!!