Tix.is

Um viðburðinn

EFNISSKRÁ
Anna Þorvaldsdóttir og Erna Ómarsdóttir AION

DANSHÖFUNDAR
Erna Ómarsdóttir í samvinnu við dansara ÍD

TÓNVERK
Anna Þorvaldsdóttir

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Anna-Maria Helsing

BÚNINGAHÖNNUÐUR
Agnieszka Baranowska

DANSARAR
Ásgeir Helgi Magnússon, Charmene Pang, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Shota Inoue, Sigurður Andrean Sigurgeirsson og Una Björg Bjarnadóttir

VÍDEÓVERK
Pierre-Alain Giraud og Valdimar Jóhannsson

AION er innblásið af abstrakt hugsun um tímann og ferðalag milli vídda. Í þessu nýja verki bjóða Erna Ómarsdóttir danshöfundur og Anna Þorvaldsdóttir tónskáld áhorfendum upp á töfrandi heim þar sem tónlist og dans mætast á óvanalegan hátt og dansarar Íslenska dansflokksins og hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar renna saman í eitt.

Anna og Erna eru báðar búnar að stimpla sig inn á heimsvísu sem miklir áhrifavaldar hvor í sinni listgrein. Anna Þorvaldsdóttir er staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hafa verk hennar verið flutt af fremstu hljómsveitum heims, m.a. Fílharmóníusveitunum í Berlín, New York og Los Angeles.

Erna Ómarsdóttir er listdansstjóri Íslenska dansflokksins og hefur hún hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín sem sýnd hafa verið á helstu listahátíðum og leikhúsum í Evrópu og víðar.

AION er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar, en verkið var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar og Íslenska dansflokknum í maí 2019 í Tónlistarhúsinu í Gautaborg. Flutningurinn hlaut frábærar viðtökur tónleikagesta og gagnrýnenda og lýsti gagnrýnandi Dagens Nyheter flutningnum sem „einskonar náttúruafli“ og Die Presse í Þýskalandi sagði verkið „sönnun þess hve tónlist og hreyfing eiga vel saman... tónlistin og dansararnir verða sem ein heild.“

Ekki missa af einstökum viðburði fyrir alla þá sem hafa áhuga á spennandi nýsköpun í tónlist og dansi á Íslandi.

Viðburðurinn var upphaflega á dagskrá 1. apríl 2020 en var aflýst vegna samkomubanns. Miðahafar sem áttu miða á viðburðinn þá eiga sjálfkrafa miða í sömu sætum á nýrri dagsetningu.

Nánar um tónleikana á vef hljómsveitarinnar.