Tix.is

Um viðburðinn

Maxímús Músíkús á Menningarnótt – Sinfóníuhljómsveit Íslands
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina

Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri
Valur Freyr Einarsson sögumaður

Á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Menningarnótt verður boðið upp á tónlistarævintýri um Maxímús Músíkús þar sem músin ástsæla villist inn á æfingu hjá sinfóníuhljómsveit. Þar kynnist hún tónlistinni af eigin raun og leiðir hlustendur með sér inn í heillandi hljóðheim sinfóníuhljómsveitarinnar. Tónlistin sem hljómar á tónleikunum er úr ýmsum áttum og má þar nefna Bolero eftir Maurice Ravel og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns. Ævintýrið um Maxa hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun og verið þýtt á fjölda tungumála. Verndari verkefnisins er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari er höfundur tónlistarævintýranna um Maxímús Músíkús og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari myndskreytir sögurnar. Hallfríður og Þórarinn eru bæði hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Á Menningarnótt í Reykjavík býður Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvenna tónleika kl. 15 og 17. Ókeypis er á báða tónleikana og hægt er að nálgast miða frá kl. 11:00 á tónleikadegi í miðasölu Hörpu og hér á vef Hörpu.