Tix.is

Um viðburðinn

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri
Trúðurinn Barbara kynnir
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað,
Unnsteinn Manuel Stefánsson og
Kolbrún Völkudóttir einsöngvarar
Stúlknakór Reykjavíkur
Litlu sprotarnir, táknmálskór
Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Dansarar úr Listdansskóla Íslands
Hörpuhópur
Blokkflautusveit Tónlistarskóla Árnesinga

Ungir trommuleikarar
Leroy Anderson                         Jólaforleikur                    
Katherine K. Davis                       Litli trommuleikarinn                                                      
Jórunn Viðar                             Það á að gefa börnum brauð                                                        

Émile Waldteufel                       Skautavalsinn

Fjölbreytt og sígild jólalög

Sannkölluð hátíðarstemning ríkir á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem gömul og ný jólatónlist verður flutt af hljómsveitinni ásamt fjölda ungra listamanna.

Tónleikarnir hafa notið verðskuldaðrar hylli og eru á meðal vinsælustu tónleika sveitarinnar. Á Jólatónleikum hljómsveitarinnar í ár hljómar tónlist frá ýmsum löndum sem hefur verið ómissandi í jólahaldi í gegnum tíðina.

Glæsilegt blokkflautukonsort skipað hljóðfæraleikurum úr Tónlistarskóla Árnesinga ásamt slagverksleikurum og hörpuhópur eru meðal þeirra samspilshópa sem koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni í fyrsta sinn í ár.

Einsöngvararnir Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, Unnsteinn Manuel og Kolbrún Völkudóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur, Litlu sprotunum og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja sígildar jólaperlur og -söngva. Dansarar úr Listdansskóla Íslands svífa um Eldborg í Skautavalsinum og ungir slagverksleikarar flytja jólaperluna Litla trommuleikarann. Kynnir á tónleikunum er trúðurinn Barbara, leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur, sem tendrar ljós í hverju hjarta. Þetta eru tónleikar sem ekkert jólabarn má láta fram hjá sér fara. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.